Jonna Jónborg Sigurðardóttir bæjarlistamaður er að fara af stað í ferðalag með sex ferðatöskur. Hver taska er eina viku á hverjum stað. Ferðataskan er sýningarsalur sem hýsir listaverk sem unnin eru úr endurvinnsluefnum svo sem sokkum, sokkabuxum, garni og gömlu skarti. Með þessu móti vill Jonna koma listinni til fólksins.
Breyta
