Tilgangur og markmið Myndlistarfélagsins er að efla samtök myndlistarmanna, vera málsvari þeirra og gæta hagsmuna. Félagið vinnur að því efla umræðu um myndlist, auka þekkingu og fræðslu ásamt því að standa fyrir sýningum á verkum félaga Myndlistarfélagsins og að koma á samvinnu við listamenn, erlendis sem og hér á landi.
Myndlistarfélagið sér um rekstur Mjólkurbúðarinnar, sal Myndlistarfélagsins, í Listagilinu á Akureyri og stendur fyrir öflugu sýningahaldi þar, eða um 24 sýningum og viðburðum á ári. Auk þess sem Myndlistarfélagið hefur kynnt félagsmenn með fjölbreyttum félagasýningum bæði í Hofi og Mjólkurbúðinni.
Meðlimir myndlistarfélagsins er stór hópur fólks með mismunandi bakgrunn sem gerir fjölbreytta list. Til þess að skoða lista yfir alla félaga, smelltu hér að neðan.
Upplýsingar um skipulag félagsins, inntökuskilyrði, stjórnarkosningar og önnur mikilvæg atriði sem félagið hefur að markmiðum og að leiðarljósi.
Til þess að gefa þér sem bestu notendaupplifunina þá notum við kökutækni til þess að vista gögn sem geta aðstoðað okkur við það. Ef þú hafnar þá gæti verið að þú missir aðgang að sumum hlutum síðunar.