Sigurbjörg Ósk Sigurðardóttir

Frá
Til

Sýning Sigurbjargar „Töfrar og viska náttúrunnar“ samanstendur af akrílmálverkum og ljósmyndum af náttúrulistaverkum.

Sýningin er opin 1.-2. febrúar og 8.-9. febrúar kl.14-17.

Málverkin eru öll af konum í einhvers konar náttúrutengingu, með plöntum og dýrum. Ljósmyndirnar sýna náttúrulistaverk sem Sigurbjörg hefur útbúið frá árunum 2023-2024. Náttúran er henni endalaus uppspretta sköpunar og ánægju. Sigurbjörg nýtur þess að ganga úti, anda að sér fersku lofti, dást að umhverfinu og snerta gróður og steina. Hún trúir því að með dýpri tengingu við náttúruna náum við dýrmætari tengingu við okkur sjálf og sköpunarkraftinn og aukum þannig lífsgæði okkar og hamingju.