Listakonurnar Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Hrönn Björnsdóttir mætast undir sýningarheitinu “Samtal” í Mjólkurbúðinni á Akureyri. Öll verk á sýningunni eru unnin með blandaðri tækni, abstrakt og expressjónísk á striga og pappír.
Samtal er samspil ólíkra verka og listakvenna sem bjóða uppá spuna og óvæntar tengingar.
Þetta er önnur samsýning þeirra tveggja saman, en Jóhanna og Hrönn hafa átt farsælt samstarf í Anarkíu Listasal í Kópavogi sem siðar varð Art gallerí Gátt sem þær ráku ásamt fleiri listamönnum. Báðar eiga að baki margar einkasýningar ásamt fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Listakonurnar eru félagar í SÍM.
Sýningin stendur til 3. júní og er opin daglega frá kl 12-17