Magnús Poppar

Magnús Helgason
Frá
22/08/2025
Til
24/08/2025

Magnús Poppar, Popplistaviðburður í mjólkurbúðinni.

Stutt viðtal Magnúsar við Magnús um málið

Hvað er hér á seyði?

Popplistamaðurinn Magnús Helgason poppar popp í mjólkurbúðinni og býður gestum og gangandi að koma og njóta listarinnar með sér og ræða málin.

En er þetta list?
Já það að poppa popp er alþýðulistform sem hefur átt undir högg að sækja á undanförnum áratugum vegna ásælni alþjóðakapítalismans sem með aðstoð örbylgjutækninnar hefur að miklu leyti yfirtekið þessa aldagömlu listgrein. Auk þess lít ég svo á að það megi kalla allt það list sem sett er fram sem list, svo lengi sem það er gert í einlægni og það á svo sannarlega við í þessu tilviki.

Hvenær er svo opið,?

Jaa stefnan er að opna um kl 16 föstudaginn 22. ágúst og hafa eitthvað opið fram eftir kvöldi, soldið eftir því hvernig gestagangur verður,, svo verður opið bæði laugardag og sunnudag frá kl 14 og eitthvað frameftir!