JÁ JÁ

Félagar í Myndlistarfélaginu
Frá
29/08/2025
Til
07/09/2025

Samsýning félaga í Myndlistarfélaginu á Akureyrarvöku

Velkomin – Já, heldur betur ! 

Sýning þessi, á Akureyri og í Þórshöfn í Færeyjum, er fyrsta skrefið í samstarfi við systursamtök okkar í Færeyjum, Føroysk Myndlistafólk. Jaaaá, einmitt.  

Okkur barst til eyrna að færeyingar kölluðu íslendinga „Jáara“ og við tökum þá á orðinu. Já, já. 
   
Eins og sjá má eru verkin fjölbreytt, hver og einn af 47 þátttakendum syngur með sínu nefi. Við fögnum fjölbreytileikanum, hann er okkar styrkur. Ó, já.  

Fimm félagar í  Føroysk Myndlistafólk opna síðan sýningu í Mjólkurbúðinni á Akureyrarvöku á næsta ári. Við væntum þess að þetta samstarf muni vaxa og dafna. Já, já, já, já, – ekki spurning!  

Myndlistarfélagið á Akureyri   

Félagið er hagsmunasamtök myndlistarmanna á Akureyri og er þeirra málsvari. Félagið vinnur að því að efla umræðu um myndlist, auka þekkingu og fræðslu, koma á samvinnu við listamenn, hér á landi og erlendis, ásamt því að standa fyrir sýningum á verkum félaga Myndlistarfélagsins.  

Myndlistarfélagið sér um rekstur Mjólkurbúðarinnar, sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri og á þessu ári verða 24 sýningar og viðburðir í salnum. Samsýningar félagsmanna í Mjólkurbúðinni eru á Akureyrarvöku og fyrir jólin. Félagið er einnig í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og næsta sýning félagsins í Hofi er komin á dagskrá sumarið 2026.  Já, já, þú segir nokkuð.