Í LÁT

Kristín Elva Rögnvaldsdóttir
Frá
28/02/2025
Til
09/03/2025

Sýningin Í lát með verkum Kristín Elvu Rögnvaldsdóttir opnar í Mjólkurbúðinni í sal Myndlistarfélagsins á Akureyri, 1. mars klukkan 14:00. Sýningin verður opin helgarnar 1. og 2. – 8. og 9. mars frá 14:00 til 17:00.

Verkin á sýningunni Í lát samanstanda af teikningum á pappír og skúlptúrum úr timbri og gifsi. Verkin eru unnin út frá hversdagslegum heimilishlutum sem finnast á heimili listamannsins, eins og pottaplöntum, flöskum, krukkum, umbúðum og öðrum algengum ílátum.
Í verkum sýnum vinnur Kristín Elva með tengslin sem við finnum í flóknum og oft mótsagnakenndum tilfinningum í hversdagslegum augnablikum, bæði í manngerðum heimi sem og í náttúrunni í kringum okkur. Gegnum listsköpunina hefur Kristín Elva umbreytt reynslu sinni af því að lifa með langvinnan sjúkdóm í innra hugleiðslu ástund/heilunarferli. Hún notar nærumhverfið sem sitt viðfangsefni og umbreytir einföldum hlutum í eitthvað stærra og þýðinga meira. Verkin eru allt frá því að vera draumkenndar uppstillingar þar sem áherslan er lögð á andstæður, línur og liti, yfir í listaverk sem einkennast af áráttukenndri endurtekningu, þar sem lög ofan á lög af fíngerðum línum, formum og litum flæða á milli þess að vera fígúratíf og abstrakt.


Kristín Elva, fædd 1972, starfar og býr í Reykjavík. Árið 2001 útskrifaðist hún með MA frá Konunglega Listaháskólanum í Stokkhólmi, áður hafði hún útskrifast frá Myndlistar og Handíðaskóla Íslands með Diplóma í Skúlptúr. Hún hefur tekið þátt í sýningum og listahátíðum hér heima og erlendis. Árið 2023 dvaldi hún á gestavinnustofu Gilfélagisins/Deiglunni á Akureyri, í dvölinni flutti hún fyrirlestur á Listasafni Akureyrar – Að skapa list fyrir og eftir ME (Myalgic encephalomyelitis) greiningu.