Opnar myndlistarsýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri 14. -24. mars kl.20-22. Laugardaga og sunnudaga kl 14-17 og þess utan eftir dyntum listamannsins !
Dagrún um sýninguna:
Ég vinn með liti og form geomatrísk, óregluleg og náttúruleg bæði í málverkum, grafíkprenti og í þrívídd. Málverkin eru stór olíumálverk með bæði abstrakt nálgun sem expressionísk íí pensladráttum. Málunar ferlið er því lagskipt og ég tekst á við óreiðukennda og flæðandi málun og ég leyfi mér að staldra við og ígrunda hvernig ég tekst á við jafnvægi í litaflóru og uppbyggingu. Þegar jafnvæginu er náð tekur við taktföst samsetningu forma sem gefa stefið í málverkunum. Grafík prentunin er unnin út frá einfaldleika forms og lita.þau tóna við málverkin þó að þau njóti sín vel sem einstök verk. þegar útsöguðu formin hafa lokið hlutverki sínu sem skapalón málverka og grafíkverka þá fá þau hlutverk í þrívidd sem lágmyndir eða veggverk. Listaverkin eru hvorki háð merkingunni né frásögn heldur túlka þau sitt eigið stef og eru tilraunakennd og skipulögð í senn.