„BRJÓTA. BREYTA“

Jónína Björg Helgadóttir
Frá
27/09/2025
Til
05/10/2025

Laugardaginn 27. september opnar myndlistamaðurinn Jónína Björg Helgadóttir sýninguna ,,Brjóta. Breyta“ í Mjólkurbúðinni á Akureyri. Opnun er kl. 14-17 og þér er boðið!
Svo er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 þar til sýningu lýkur 5. október.

Á þessari sýningu eru glæný verk eftir Jónínu Björgu, persónuleg málverk bæði á striga og við. Timbrið hefur tvinnast inn í daglegt líf og á einhverjum tímapunkti fóru formin sem oft hafa verið áberandi í verkunum; hringir, hálfhringir og tungl, að taka á sig eigið líf. Nú eru útskorin form grunnur margra verkanna, þar sem fleiri form mynda heildir og blæða saman.

Jónína Björg útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2015. Síðan hefur hún haldið einkasýningar hér heima og erlendis, og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún var einn stofnmeðlima Kaktus og er nú með vinnustofu á efri hæð Laxdalshúss.